Skilmálar fyrir leigu á kössum
Almenn ákvæði:
Almennt
Leigusali í skilmálum þessum er Cargo sendibílaleiga ehf. kt.550900-2620, Skemmuvegi 32, 200 Kópavogi (bleik gata).
Leigusali áskilur sér rétt til að hætta við pantanir fyrirvaralaust, svo sem vegna rangra verðupplýsinga sem komið hafa fram, einnig í tilefni þess að umframbókun hefur átt sér stað, leigusali hættir með tiltekna vöru/þjónustu eða á grundvelli rangrar upplýsingagjafar af hálfu leigutaka.
Afhending vöru
Leigusali hefur það hlutverk meðal annars, að dreifa hinu leigða. Að auki er leigutaka frjálst að nálgast hið leigða á útleigustöð leigutaka. Um hið leigða gilda ákvæði 1-7 kafli leiguskilmála hér að neðan.
Skil á vörum
Leigutaki skuldbindur sig til þess að afhenda hið leigða að leigutíma loknum til sendils, eða eftir atvikum skal leigutaki skila hinu leigða í þeirri bifreið sem hann leigði einnig hjá leigusala.
Verði afhendingardráttur á vöru skv. leigusamningi, fellur á gjald skv gjaldskrá, sem skuldfært verður á kreditkort leigjanda, eða eftir atvikum þann greiðslumáta annan sem um var samið.
Skilafrestur
Leigusamningur þessi eru óuppsegjanlegur og innheimtist fullt leigugjald þó hinu leigða sé skilað fyrir lok leigutíma samkvæmt leigusamningi.
Verð
Verð á hinu leigða er auglýst verð skv. gjaldskrá leigusala á hverjum tíma. Auglýst verð kann að taka breytingum, en allar breytingar á verðskrá eru tilkynntar með fyrirvara á vefsvæði Cargo sendibílaleigu ehf. (www.cargobilar.is)
Skattar og gjöld
Öll auglýst verð leigusala eru með VSK og þeir reikningar sem leigusali gefur út eru einnig með VSK.
Meðferð persónuupplýsinga
Leigusali heitir leigutaka fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem leigutaki gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila, nema það sé nauðsynlegt vegna viðskiptanna, með samþykki leigutaka, samkvæmt lagaboði eða úrksurði stjórnvalds.
1. Leiguskilmálar:
1. Eftirfarandi skilmálar gilda vegna allra viðskipta Cargo sendibílaleigu ehf. Leigutaki samþykkir ákvæði leigusamnings og skilmála þessa með staðfestingu á pöntun.
2. Leigutaki skal tilkynna leigusala um aðsetursskipti um leið og þau verða. Sama á við ef breytingar verða á greiðslukortaupplýsingum greiðslukorts sem lagt er til tryggingar á greiðslum skv. samningi.
3. Leiguverð og sjálfsáhætta vegna tjóna tekur breytingum skv. vísitölu neysluverðs á hverjum tíma. Grunnvísitala neysluverðs er gildandi vísitala þess mánaðar sem leiga hefst.
4. Um samninga þá sem gerðir eru á grundvelli neðangreindra skilmála, þar með talið bótakröfur sem eftir atvikum kunna að vera gerðar, fer að íslenskum lögum. Gildir það bæði um grundvöll og útreikning bóta. Sama gildir um bótakröfur á grundvelli bótaábyrgðar utan samninga.
5. Skjóta má ágreiningsmálum samningsaðila leigusamnings þessa til úrskurðarnefndar Neytendasamtakanna.
6. Rísi mál út af leigusamningi þessum, skal málið rekið fyrir héraðsdóm Reykjavíkur.
2. Afhending hins leigða:
7. Leigusali ábyrgist afhendingu hins leigða á umsömdum tíma og að eiginleikar þeirra séu í samræmi við kynningu/upplýsingar á heimasíðu leigusala.
8. Brýnt er fyrir leigutaka að kynna sér ástand hins leigða strax við afhendingu. Geri leigutaki ekki athugasemdir við ástand hins leigða við afhendingu er litið svo á að leigutaki sætti sig við ástand þess að öllu leyti.
9. Leigutaki ber ábyrgð á hinu leigða og skal bæta að fullu allt það tjón, sem verður á hinu leigða meðan á leigu stendur skv. samningi.
10. Upphaf ábyrgðar leigutaka hefst við móttöku hins leigða, og lýkur þegar leigusali hefur veitt hinu leigða viðtöku að leigutíma loknum eða eftir atvikum síðar, hafi leigutaki framlengt leigu eða skilar eftir að leigusamningurinn hefur runnið sitt skeið.
11. Leigusali er ekki ábyrgur fyrir tjóni sem kann að verða á og/eða hvarfi þeirra muna leigutaka sem geymdir eru í og fluttir með hinu leigða.
12. Með staðfestingu pöntunar við afhendingu og/eða greiðslu reiknings staðfestir leigutaki að hann hafa tekið við hinu leigða og fylgihlutum í slíku ásigkomulagi sem hann sættir sig við.
3. Meðferð hins leigða:
14. Leigusali skuldbindur sig til að gæta og umgangast hið leigða með varúð og aðgát. Hið leigða skal eingöngu nota til geymslu og flutninga á lausamunum, gögnum og öðru því sem hið leigða hentar til m.t.t. burðarþols og endingar, með hliðsjón af því að um fjölnota flutnings- og geymslukassa er að ræða.
15. Leigutaka er óheimilt:
a. að nota hið leigða til annars en það er ætlað
b. að ofhlaða kassa eða vagna. (sjá upplýsingar um burðargetu kassa og vagna)
c. að losa spilliefni eða annan hættulegan úrgang í eða við hið leigða.
d. að nota hið leigða undir jarðefni, steypu, múrbrot eða annan úrgang sem kann að valda spjöllum á hinu leigða. Einnig er óheimilt undir öllum kringumstæðum að nota hið leigða undir sjávarfang og önnur lífræn/ólífræn efni sem gefa frá sér sterka lykt.
e. að nota hið leigða til að flytja lifandi verur.
f. að nota hið leigða þannig að það brjóti í bága við landslög og/eða ákvæði leiguskilmála.
g. að breyta hinu leigða eða láta gera á því breytingar, án samþykkis leigusala.
h. að áframleigja leigumun, framselja hann eða lána. Leigutaki má ekki veita öðrum afnot af hinu leigða umfram það sem samningur heimilar, né afhenda það með öðrum hætti, án samþykkis leigusala.
i. að flytja hið leigða úr landi.
16. Hafi árekstur, slys eða annað tjónsatvik orðið á leigumun skal leigutaki tafarlaust tilkynna um atburðinn til viðkomandi lögregluyfirvalda og/eða árekstrarþjónustu svo og til leigusala og má leigutaki eigi yfirgefa vettvang, fyrr en lögregla og/eða árekstrarþjónusta hefur mætt á vettvang eða gefið heimild um að leigutaki megi yfirgefa vettvang. Tilkynni leigutaki ekki um tjón ber hann fulla ábyrgð á því tjóni. Leigusali ábyrgist ekki að leigutaki fái nýjan leigumun sé leigutaki ábyrgur fyrir tjóni og er það háð skilyrðum leigusala.
17. Leigusala er heimilt að krefja leigutaka um greiðslu vegna kostnaðar í tengslum við þrif og aðrar aðgerðir sem nauðsynlegar kunna að vera, vegna slæmrar umgengni eða ólyktar í hinu leigða við skil t.d. vegna úrgangs, skemmda eða annars. Upphæð gjalds ræðst af gjaldskrá hér að neðan, eða eftir samkomulagi.
18. Leigutaka er óheimilt að láta fara fram viðgerðir eða breytingar á hinu leigða og fylgihlutum þess eða leyfa nokkra veðsetningu á því án áður fengins samþykkis leigusala.
19. Leigutaka ber að halda hinu leigða vel við og tilkynna leigusala um allar skemmdir og bilanir jafnóðum og þær verða.
20. Leigutaki ber fulla ábyrgð á hverju tjóni sem verður á hinu leigða, á meðan leigutaki hefur hið leigða til umráða, óháð því hvort að tjón sé af völdum hans eða þriðja aðila. Ábyrgð leigutaka getur numið allt að fullu verðgildi hins leigða. Skal leigutaki greiða að fullu allan kostnað vegna tjóns eða skemmda á hinu leigða sem hann ber ábyrgð á skv. verðskrá eða verðmati frá leigusala.
4. Skil á hinu leigða/lok leigusamnings:
21. Leigutaki skal skila hinu leigða:
a. ásamt öllu fylgifé. Tómu, hreinu og í sama ásigkomulagi og það var við móttöku að undanskildu eðlilegu sliti vegna notkunar. Leigutaki samþykkir að greiða samkvæmt verðskrá leigusala einstaka hluta sem ekki fylgja við skil.
b. á tilskildum tíma samkvæmt samningi, nema um annað hafi verið samið.
c. á umsömdum tíma skv. leigusamningi sem, í skilningi leigusamnings, er aldrei skemmri tími en þar til leigusali hefur skráð hið leigða móttekið í sínu kerfi, en slíkt getur einungis átt sér stað á opnunartíma skrifstofu leigusala.
d. á umsömdum afhendingarstað eða til aðseturs leigusala hafi ekki skýrlega verið samið um afhendingarstað.
e. Skili leigutaki leigumun eftir að samningstími rennur út er leigusala heimilt að innheimta daggjöld skv. 35. gr skilmálanna hér að neðan.
f. Leigutaki skal greiða fyrir skemmdir sem verða á leigumun, á meðan leigumunur er á hans ábyrgð og í hans umsjá.
22. Leigutaki samþykkir að greiða leigusala öll útgjöld, sem leigusali verður fyrir, ef hann þarf að koma hinu leigða til baka til aðseturs leigusala hafi það verið skilið eftir eftirlitslaust, án tillits til ástands hins leigða eða veðurs.
23. Óski leigutaki eftir að skila inn leigumun áður en samningstími er liðinn, er það heimilt en skemmri leigutími kemur ekki til lækkunar leigugjalds.
24. Hafi hinu leigða ekki verið skilað til leigusala innan 72 klst. frá umsömdum skilatíma/loka leigusamnings, án þess að að framlenging á leigu hafi átt sér stað, sem samþykkt hefur verið af leigusala, telst leigutaki hafa keypt hið leigða. Um tilvik sem slík gilda ákvæði 36. gr hér að neðan.
5. Greiðslur:
25. Umsamið leiguverð er innt af hendi við móttöku hins leigða, nema að um annað hafi verið samið. Leigugreiðslur eru innheimtar fyrirfram, og hið leigða verður ekki afhent nema fullar greiðslur hafi átt sér stað. Ekki er innifalið í leiguverði þjónusta vegna viðgerða sem orsakast af óeðlilegu sliti eða slæmri meðferð hins leigða.
26. Óski leigutaki eftir annarri þjónustu en samningur tekur til skal hann greiða fyrir hana skv. gjaldskrá leigusala.
27. Fáist ekki skuldfærsluheimild á greiðslukort í tilefni aukakostnaðar er samningur komin í vanskil. Greiði leigutaki ekki leiguna og aðrar greiðslur sem gjaldfallnar eru og honum ber að greiða á gjalddaga, skal hann greiða leigusala hæstu lögleyfðu dráttarvexti af hinni vangreiddu fjárhæð auk kostnaðar skv. framlagðri gjaldskrá leigusala ásamt öðrum kostnaði sem af getur hlotist, svo sem lögfræði- eða málskostnað. Dráttarvextir eru ákvarðaðir skv. ákvæðum III. kafla laga nr. 38/2000 um vexti og verðtryggingu, með síðari breytingum, af gjaldfallinni fjárhæð og kostnaði.
28. Leigusamningur er tímabundinn og óuppsegjanlegur. Komi upp sú staða að leigutaki af einhverjum ástæðum skili hinu leigða fyrir lok leigutíma, þarf hann samt sem áður standa að öllu leyti við samning þennan þar með talið standa skil á leigugreiðslum. Standi leigutaki ekki við leigugreiðslur verða riftunarákvæði virk, sjá hér að neðan.
29. Leigusala er heimilt að gjaldfæra á greiðslukorti leigutaka leigugjald og annað sem leigutaka ber að greiða samkvæmt leigusamningi, svo sem greiðslur vegna tjóns sem verður á hinu leigða á meðan það er í vörslum leigutaka, og skal leigusali einn hafa ákvörðunarvald um hvenær það skuli gert, og hvort það sé gert í einu lagi eða ekki. Réttur þessi stendur óhaggaður í 3 mánuði eftir að leigumun hefur verið skilað til leigusala.
6. Riftun:
30. Leigusala er heimilt að rifta samningi án fyrirvara í tilefni vanefndar af hálfu leigutaka eða brjóti hann einhverja grein samnings eða leigusali getur ekki lengur innt af henni skyldur sínar skv. honum. Sem dæmi má nefna:
a. Ef leigutaki innir ekki af hendi tilskildar greiðslur, samkvæmt samningi á umsömdum gjalddaga.
b. Ef leigutaki hlítir ekki að öðru leyti skilyrðum samnings um meðferð á leigumun.
c. Ef leigutaki veitir leigusala eða aðila í hans umboði, ekki aðgang að leigumun sé þess óskað.
d. Ef leigutaki flytur eða reynir að flytja hið leigða úr landi.
e. Við riftun falla allar ógjaldfallnar leigugreiðslur þessa samnings, ásamt öðrum kostnaði í gjalddaga.
31. Þá er leigusala einnig heimilt að segja samningi upp án fyrirvara séu eftirtaldar ástæður utan samnings fyrir hendi:
a. Ef bú leigutaka er tekið til gjaldþrotaskipta eða hann leitar nauðasamninga eða greiðsluaðlögunar við skuldheimtumenn sína.
b. Ef einhverjar þær breytingar eru gerðar á rekstri eða skipulagi hjá leigutaka er komið geta í veg fyrir að hann efni skuldbindingar sínar samkvæmt samningi.
32. Uppgjör milli leigusala og leigutaka vegna loka eða riftunar samnings fer fram á eftirfarandi hátt:
a. Leigutaki skal greiða allar gjaldfallnar og ógjaldfallnar leigugreiðslur, ásamt dráttarvöxtum.
b. Leigutaki skal greiða allan kostnað samkvæmt samningi, svo og vegna riftunar samnings og innheimtuaðgerða, þ.m.t. innheimtu- og málskostnaður lögmanns skv. gjaldskrá hans, ásamt skaðabóta vegna tjóns, er leigusali kann að verða fyrir vegna þess að samningi er rift fyrir lok leigutíma. Leigusali getur þó ekki krafist bóta nema samningi sé sagt upp vegna vanefnda leigutaka.
c. Dráttarvextir reiknast af gjaldföllnum greiðslum, hafi uppgjör ekki farið fram innan 15. daga frá því samningi var sagt upp eða rift.
7. Gjaldskrá:
33. Ef leigumunur, svo sem kassahjól eða kassi er eyðilagður á meðan leigutaki hefur hann enn til afnota, skal leigutaki greiða fullar 10.980 kr.
34. Sé leigumun skilað til leigutaka í óásættanlegu ástandi, svo sem vegna óþrifnaðar eða ólyktar, þá skal leigutaki greiða fullar 8.980 kr fyrir þrif á hverjum leigumun.
35. Sé leigumun skilað en ástand hans er ekki eins slæmt og greinir í 33. gr , skal leigutaki greiða viðgerðarkostnað að hámarki 8.980 kr, eða því sem nemur að gera við hinn skemmda mun.
36. Dragist skil á flutningskassa, umfram þann tíma sem í leigusamningi greinir, leggjast 59 kr p/kassa á hvern hafinn sólahring að leigutíma liðnum. Sé um kassahjól að ræða, leggjast 1000 kr p/kassahjól á hvern hafinn sólahring að leigutíma liðnum.
37. Hafi hinu leigða ekki verið skilað innan þess frests sem greinir í 24. gr þessa skilmála, skráist kassi glataður og skal leigutaki greiða fullar 10.980kr.
Almennt
Leigusali í skilmálum þessum er Cargo sendibílaleiga ehf. kt.550900-2620, Skemmuvegi 32, 200 Kópavogi (bleik gata).
Leigusali áskilur sér rétt til að hætta við pantanir fyrirvaralaust, svo sem vegna rangra verðupplýsinga sem komið hafa fram, einnig í tilefni þess að umframbókun hefur átt sér stað, leigusali hættir með tiltekna vöru/þjónustu eða á grundvelli rangrar upplýsingagjafar af hálfu leigutaka.
Afhending vöru
Leigusali hefur það hlutverk meðal annars, að dreifa hinu leigða. Að auki er leigutaka frjálst að nálgast hið leigða á útleigustöð leigutaka. Um hið leigða gilda ákvæði 1-7 kafli leiguskilmála hér að neðan.
Skil á vörum
Leigutaki skuldbindur sig til þess að afhenda hið leigða að leigutíma loknum til sendils, eða eftir atvikum skal leigutaki skila hinu leigða í þeirri bifreið sem hann leigði einnig hjá leigusala.
Verði afhendingardráttur á vöru skv. leigusamningi, fellur á gjald skv gjaldskrá, sem skuldfært verður á kreditkort leigjanda, eða eftir atvikum þann greiðslumáta annan sem um var samið.
Skilafrestur
Leigusamningur þessi eru óuppsegjanlegur og innheimtist fullt leigugjald þó hinu leigða sé skilað fyrir lok leigutíma samkvæmt leigusamningi.
Verð
Verð á hinu leigða er auglýst verð skv. gjaldskrá leigusala á hverjum tíma. Auglýst verð kann að taka breytingum, en allar breytingar á verðskrá eru tilkynntar með fyrirvara á vefsvæði Cargo sendibílaleigu ehf. (www.cargobilar.is)
Skattar og gjöld
Öll auglýst verð leigusala eru með VSK og þeir reikningar sem leigusali gefur út eru einnig með VSK.
Meðferð persónuupplýsinga
Leigusali heitir leigutaka fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem leigutaki gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila, nema það sé nauðsynlegt vegna viðskiptanna, með samþykki leigutaka, samkvæmt lagaboði eða úrksurði stjórnvalds.
1. Leiguskilmálar:
1. Eftirfarandi skilmálar gilda vegna allra viðskipta Cargo sendibílaleigu ehf. Leigutaki samþykkir ákvæði leigusamnings og skilmála þessa með staðfestingu á pöntun.
2. Leigutaki skal tilkynna leigusala um aðsetursskipti um leið og þau verða. Sama á við ef breytingar verða á greiðslukortaupplýsingum greiðslukorts sem lagt er til tryggingar á greiðslum skv. samningi.
3. Leiguverð og sjálfsáhætta vegna tjóna tekur breytingum skv. vísitölu neysluverðs á hverjum tíma. Grunnvísitala neysluverðs er gildandi vísitala þess mánaðar sem leiga hefst.
4. Um samninga þá sem gerðir eru á grundvelli neðangreindra skilmála, þar með talið bótakröfur sem eftir atvikum kunna að vera gerðar, fer að íslenskum lögum. Gildir það bæði um grundvöll og útreikning bóta. Sama gildir um bótakröfur á grundvelli bótaábyrgðar utan samninga.
5. Skjóta má ágreiningsmálum samningsaðila leigusamnings þessa til úrskurðarnefndar Neytendasamtakanna.
6. Rísi mál út af leigusamningi þessum, skal málið rekið fyrir héraðsdóm Reykjavíkur.
2. Afhending hins leigða:
7. Leigusali ábyrgist afhendingu hins leigða á umsömdum tíma og að eiginleikar þeirra séu í samræmi við kynningu/upplýsingar á heimasíðu leigusala.
8. Brýnt er fyrir leigutaka að kynna sér ástand hins leigða strax við afhendingu. Geri leigutaki ekki athugasemdir við ástand hins leigða við afhendingu er litið svo á að leigutaki sætti sig við ástand þess að öllu leyti.
9. Leigutaki ber ábyrgð á hinu leigða og skal bæta að fullu allt það tjón, sem verður á hinu leigða meðan á leigu stendur skv. samningi.
10. Upphaf ábyrgðar leigutaka hefst við móttöku hins leigða, og lýkur þegar leigusali hefur veitt hinu leigða viðtöku að leigutíma loknum eða eftir atvikum síðar, hafi leigutaki framlengt leigu eða skilar eftir að leigusamningurinn hefur runnið sitt skeið.
11. Leigusali er ekki ábyrgur fyrir tjóni sem kann að verða á og/eða hvarfi þeirra muna leigutaka sem geymdir eru í og fluttir með hinu leigða.
12. Með staðfestingu pöntunar við afhendingu og/eða greiðslu reiknings staðfestir leigutaki að hann hafa tekið við hinu leigða og fylgihlutum í slíku ásigkomulagi sem hann sættir sig við.
3. Meðferð hins leigða:
14. Leigusali skuldbindur sig til að gæta og umgangast hið leigða með varúð og aðgát. Hið leigða skal eingöngu nota til geymslu og flutninga á lausamunum, gögnum og öðru því sem hið leigða hentar til m.t.t. burðarþols og endingar, með hliðsjón af því að um fjölnota flutnings- og geymslukassa er að ræða.
15. Leigutaka er óheimilt:
a. að nota hið leigða til annars en það er ætlað
b. að ofhlaða kassa eða vagna. (sjá upplýsingar um burðargetu kassa og vagna)
c. að losa spilliefni eða annan hættulegan úrgang í eða við hið leigða.
d. að nota hið leigða undir jarðefni, steypu, múrbrot eða annan úrgang sem kann að valda spjöllum á hinu leigða. Einnig er óheimilt undir öllum kringumstæðum að nota hið leigða undir sjávarfang og önnur lífræn/ólífræn efni sem gefa frá sér sterka lykt.
e. að nota hið leigða til að flytja lifandi verur.
f. að nota hið leigða þannig að það brjóti í bága við landslög og/eða ákvæði leiguskilmála.
g. að breyta hinu leigða eða láta gera á því breytingar, án samþykkis leigusala.
h. að áframleigja leigumun, framselja hann eða lána. Leigutaki má ekki veita öðrum afnot af hinu leigða umfram það sem samningur heimilar, né afhenda það með öðrum hætti, án samþykkis leigusala.
i. að flytja hið leigða úr landi.
16. Hafi árekstur, slys eða annað tjónsatvik orðið á leigumun skal leigutaki tafarlaust tilkynna um atburðinn til viðkomandi lögregluyfirvalda og/eða árekstrarþjónustu svo og til leigusala og má leigutaki eigi yfirgefa vettvang, fyrr en lögregla og/eða árekstrarþjónusta hefur mætt á vettvang eða gefið heimild um að leigutaki megi yfirgefa vettvang. Tilkynni leigutaki ekki um tjón ber hann fulla ábyrgð á því tjóni. Leigusali ábyrgist ekki að leigutaki fái nýjan leigumun sé leigutaki ábyrgur fyrir tjóni og er það háð skilyrðum leigusala.
17. Leigusala er heimilt að krefja leigutaka um greiðslu vegna kostnaðar í tengslum við þrif og aðrar aðgerðir sem nauðsynlegar kunna að vera, vegna slæmrar umgengni eða ólyktar í hinu leigða við skil t.d. vegna úrgangs, skemmda eða annars. Upphæð gjalds ræðst af gjaldskrá hér að neðan, eða eftir samkomulagi.
18. Leigutaka er óheimilt að láta fara fram viðgerðir eða breytingar á hinu leigða og fylgihlutum þess eða leyfa nokkra veðsetningu á því án áður fengins samþykkis leigusala.
19. Leigutaka ber að halda hinu leigða vel við og tilkynna leigusala um allar skemmdir og bilanir jafnóðum og þær verða.
20. Leigutaki ber fulla ábyrgð á hverju tjóni sem verður á hinu leigða, á meðan leigutaki hefur hið leigða til umráða, óháð því hvort að tjón sé af völdum hans eða þriðja aðila. Ábyrgð leigutaka getur numið allt að fullu verðgildi hins leigða. Skal leigutaki greiða að fullu allan kostnað vegna tjóns eða skemmda á hinu leigða sem hann ber ábyrgð á skv. verðskrá eða verðmati frá leigusala.
4. Skil á hinu leigða/lok leigusamnings:
21. Leigutaki skal skila hinu leigða:
a. ásamt öllu fylgifé. Tómu, hreinu og í sama ásigkomulagi og það var við móttöku að undanskildu eðlilegu sliti vegna notkunar. Leigutaki samþykkir að greiða samkvæmt verðskrá leigusala einstaka hluta sem ekki fylgja við skil.
b. á tilskildum tíma samkvæmt samningi, nema um annað hafi verið samið.
c. á umsömdum tíma skv. leigusamningi sem, í skilningi leigusamnings, er aldrei skemmri tími en þar til leigusali hefur skráð hið leigða móttekið í sínu kerfi, en slíkt getur einungis átt sér stað á opnunartíma skrifstofu leigusala.
d. á umsömdum afhendingarstað eða til aðseturs leigusala hafi ekki skýrlega verið samið um afhendingarstað.
e. Skili leigutaki leigumun eftir að samningstími rennur út er leigusala heimilt að innheimta daggjöld skv. 35. gr skilmálanna hér að neðan.
f. Leigutaki skal greiða fyrir skemmdir sem verða á leigumun, á meðan leigumunur er á hans ábyrgð og í hans umsjá.
22. Leigutaki samþykkir að greiða leigusala öll útgjöld, sem leigusali verður fyrir, ef hann þarf að koma hinu leigða til baka til aðseturs leigusala hafi það verið skilið eftir eftirlitslaust, án tillits til ástands hins leigða eða veðurs.
23. Óski leigutaki eftir að skila inn leigumun áður en samningstími er liðinn, er það heimilt en skemmri leigutími kemur ekki til lækkunar leigugjalds.
24. Hafi hinu leigða ekki verið skilað til leigusala innan 72 klst. frá umsömdum skilatíma/loka leigusamnings, án þess að að framlenging á leigu hafi átt sér stað, sem samþykkt hefur verið af leigusala, telst leigutaki hafa keypt hið leigða. Um tilvik sem slík gilda ákvæði 36. gr hér að neðan.
5. Greiðslur:
25. Umsamið leiguverð er innt af hendi við móttöku hins leigða, nema að um annað hafi verið samið. Leigugreiðslur eru innheimtar fyrirfram, og hið leigða verður ekki afhent nema fullar greiðslur hafi átt sér stað. Ekki er innifalið í leiguverði þjónusta vegna viðgerða sem orsakast af óeðlilegu sliti eða slæmri meðferð hins leigða.
26. Óski leigutaki eftir annarri þjónustu en samningur tekur til skal hann greiða fyrir hana skv. gjaldskrá leigusala.
27. Fáist ekki skuldfærsluheimild á greiðslukort í tilefni aukakostnaðar er samningur komin í vanskil. Greiði leigutaki ekki leiguna og aðrar greiðslur sem gjaldfallnar eru og honum ber að greiða á gjalddaga, skal hann greiða leigusala hæstu lögleyfðu dráttarvexti af hinni vangreiddu fjárhæð auk kostnaðar skv. framlagðri gjaldskrá leigusala ásamt öðrum kostnaði sem af getur hlotist, svo sem lögfræði- eða málskostnað. Dráttarvextir eru ákvarðaðir skv. ákvæðum III. kafla laga nr. 38/2000 um vexti og verðtryggingu, með síðari breytingum, af gjaldfallinni fjárhæð og kostnaði.
28. Leigusamningur er tímabundinn og óuppsegjanlegur. Komi upp sú staða að leigutaki af einhverjum ástæðum skili hinu leigða fyrir lok leigutíma, þarf hann samt sem áður standa að öllu leyti við samning þennan þar með talið standa skil á leigugreiðslum. Standi leigutaki ekki við leigugreiðslur verða riftunarákvæði virk, sjá hér að neðan.
29. Leigusala er heimilt að gjaldfæra á greiðslukorti leigutaka leigugjald og annað sem leigutaka ber að greiða samkvæmt leigusamningi, svo sem greiðslur vegna tjóns sem verður á hinu leigða á meðan það er í vörslum leigutaka, og skal leigusali einn hafa ákvörðunarvald um hvenær það skuli gert, og hvort það sé gert í einu lagi eða ekki. Réttur þessi stendur óhaggaður í 3 mánuði eftir að leigumun hefur verið skilað til leigusala.
6. Riftun:
30. Leigusala er heimilt að rifta samningi án fyrirvara í tilefni vanefndar af hálfu leigutaka eða brjóti hann einhverja grein samnings eða leigusali getur ekki lengur innt af henni skyldur sínar skv. honum. Sem dæmi má nefna:
a. Ef leigutaki innir ekki af hendi tilskildar greiðslur, samkvæmt samningi á umsömdum gjalddaga.
b. Ef leigutaki hlítir ekki að öðru leyti skilyrðum samnings um meðferð á leigumun.
c. Ef leigutaki veitir leigusala eða aðila í hans umboði, ekki aðgang að leigumun sé þess óskað.
d. Ef leigutaki flytur eða reynir að flytja hið leigða úr landi.
e. Við riftun falla allar ógjaldfallnar leigugreiðslur þessa samnings, ásamt öðrum kostnaði í gjalddaga.
31. Þá er leigusala einnig heimilt að segja samningi upp án fyrirvara séu eftirtaldar ástæður utan samnings fyrir hendi:
a. Ef bú leigutaka er tekið til gjaldþrotaskipta eða hann leitar nauðasamninga eða greiðsluaðlögunar við skuldheimtumenn sína.
b. Ef einhverjar þær breytingar eru gerðar á rekstri eða skipulagi hjá leigutaka er komið geta í veg fyrir að hann efni skuldbindingar sínar samkvæmt samningi.
32. Uppgjör milli leigusala og leigutaka vegna loka eða riftunar samnings fer fram á eftirfarandi hátt:
a. Leigutaki skal greiða allar gjaldfallnar og ógjaldfallnar leigugreiðslur, ásamt dráttarvöxtum.
b. Leigutaki skal greiða allan kostnað samkvæmt samningi, svo og vegna riftunar samnings og innheimtuaðgerða, þ.m.t. innheimtu- og málskostnaður lögmanns skv. gjaldskrá hans, ásamt skaðabóta vegna tjóns, er leigusali kann að verða fyrir vegna þess að samningi er rift fyrir lok leigutíma. Leigusali getur þó ekki krafist bóta nema samningi sé sagt upp vegna vanefnda leigutaka.
c. Dráttarvextir reiknast af gjaldföllnum greiðslum, hafi uppgjör ekki farið fram innan 15. daga frá því samningi var sagt upp eða rift.
7. Gjaldskrá:
33. Ef leigumunur, svo sem kassahjól eða kassi er eyðilagður á meðan leigutaki hefur hann enn til afnota, skal leigutaki greiða fullar 10.980 kr.
34. Sé leigumun skilað til leigutaka í óásættanlegu ástandi, svo sem vegna óþrifnaðar eða ólyktar, þá skal leigutaki greiða fullar 8.980 kr fyrir þrif á hverjum leigumun.
35. Sé leigumun skilað en ástand hans er ekki eins slæmt og greinir í 33. gr , skal leigutaki greiða viðgerðarkostnað að hámarki 8.980 kr, eða því sem nemur að gera við hinn skemmda mun.
36. Dragist skil á flutningskassa, umfram þann tíma sem í leigusamningi greinir, leggjast 59 kr p/kassa á hvern hafinn sólahring að leigutíma liðnum. Sé um kassahjól að ræða, leggjast 1000 kr p/kassahjól á hvern hafinn sólahring að leigutíma liðnum.
37. Hafi hinu leigða ekki verið skilað innan þess frests sem greinir í 24. gr þessa skilmála, skráist kassi glataður og skal leigutaki greiða fullar 10.980kr.